Fundir

Prufaðu öðruvísi fundaraðstöðu í frábæru umhverfi.

Ráðstefnusalur hótelsins, Blái Salurinn, tekur um 50 manns í sæti með borði en allt að 75 fyrir sýningar eða fyrirlestur. Salurinn hefur allt sem þarf fyrir gott upplýsingaflæði: skjávarpa, flettitöflu, tússtöflu, flatskjá, myndvarpa o.s.frv. Lítil rými fyrir hópavinnu eru svo til afnota um allt hótel ef þess er óskað, auk þess sem við bjóðum einnig upp á minni rými fyrir minni fundi.