Pottar

Hvernig væri að slaka aðeins á? Hótelið er með tvo heita potta undir beru lofti sem, eðli málsins samkvæmt, er kjörið að slappa af í og njóta útsýnisins, hvort sem það eru Norðurljósin á köldum vetrarkvöldum eða Hvalfjörðurinn í öllu sínu veldi.

Í fallegri náttúrunni umhverfis hótelið eru ennfremur fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir sem vert er að skoða og rölta um. Starfsfólk hótelsins mun með ánægju benda þér á gönguferð sem hentar þínum þörfum.