Pakkar & gjafabréf

Gisting og morgunverður

Gisting í tveggja manna herbergi ásamt morgunverðarhlaðborði daginn eftir

1.september 2017- 31. maí 2018.
Verð kr. 29.900 fyrir 2ja manna herbergi eða 19.900 kr. fyrir eins manns herbergi.

1. júní 2017 – 31. ágúst 2017.
Verð kr. 32.900 fyrir 2ja manna herbergi eða 24.900 kr. fyrir eins manns herbergi.

Rökkur og rómantík

Gildistími: Allt árið

Gisting í fallegu herbergi, 3ja rétta kvöldverður og morgunverðarhlaðborð daginn eftir.
Verð kr. 17.900 per mann miðað við tveggja manna herbergi og kr. 21.900 í eins manns herbergi.

Kvöldverður inniheldur:

  • Nauta carpaccio með basil og parmesan
  • Létt saltaður þorskur með jarðaberjum og myntu
  • Ástaraldin ís

Gerðu meira – til dæmis:
– Gisting í svítu, Guðríðarstofu: 20.900 kr. per mann
– Gisting í svítu, Hallgrímsstofu: 23.900 kr. per mann

Dekur og dýrð

Gildistími: Allt árið

Gisting í fallegu herbergi, 3ja rétta kvöldverður og morgunverðarhlaðborð daginn eftir.
Verð kr. 18.900 per mann miðað við tveggja manna herbergi og kr. 22.900 í eins manns herbergi.

Kvöldverður inniheldur:pottar-litil

  • Koníaksbætt villisveppasúpa
  • Lambafille með bökuðum kartöflum, rótargrænmet og piparsósu
  • Glymur ís með karamellu og súkkulaði

Gerðu meira – til dæmis:
– Gisting í svítu, Guðríðarstofu: 21.900 kr. per mann
– Gisting í svítu, Hallgrímsstofu: 24.900 kr. per mann

Krydd og kossar

Gildistími: Allt árið

Gisting í fallegu herbergi, glæsilegur 3ja rétta kvöldverður og morgunverðarhlaðborð daginn eftir. Verð kr. 19.900 per mann miðað við tveggja manna herbergi og kr. 23.900 í eins manns herbergi.

Kvöldverður inniheldur;

  • Sjávarréttasúpa með heimabökuðu brauði
  • Lambafille með bökuðum kartöflum, rótargrænmeti og bláberjasósu
  • Súkkulaði draumur Glyms
Gerðu meira – til dæmis:
– Gisting í svítu, Guðríðarstofu: 22.900 kr. per mann
– Gisting í svítu, Hallgrímsstofu: 25.900 kr. per mann

Brúðkaupnóttin í Hótel Glym

Hrafntinna
Mini svíta á á tveim hæðum, með sjávarsýn. Herbergið er innréttað og skreytt sérstaklega. Sloppar fyrir heitu pottana. Allar innréttingar sérhannaðar og mikið af fallegum listaverkum. Einstakt útsýni.

Á neðri hæð er falleg seturstofa með leðursófasetti og glæsilega skreytt, með veitingum – ostabakka, konfekti og freyðvíni.

Morgunverður á herbergi eða hlaðborð í sal

Heitir pottar

Afnot af herbergi til kl 17.00 daginn eftir

Verð samtals 45.900 kr (gildir til 30. apríl)
Verður 55.900 kr frá og með 1. maí

Ópal
Lúxus 2ja herbergja svíta á neðri hæð Hótels Glyms, Guðríðarstofa.

Glæsilegt svefnherbergi og setustofa, ásamt stóru baðherbergi með nuddbaðkari. Einkaútgangur út í garð og í heitu pottana. Óviðjafnanlegt útsýni . Allar innréttingar eru sérhannaðar og listaverkin eru skemmtilega valin. Svítan er síðan fallega skreytt og með veitingum eins og ostabakka, konfekti og freyðvíni.

Gisting í eina nótt og morgunverður á herbergi eða hlaðborð í sal

Afnot af svítunni til kl 17.00 daginn eftir

Verð samtals 69.900 kr (gildir til 30. apríl)
Verður 79.900 kr frá og með 1. maí

Unaðssteinn
Dvöl í glæsilegu lúxushússi þar sem áhersla er lögð á rómantik og dekur fyrir þá sem gera miklar kröfur. Húsið er fallega innréttað með stórum rauðum leðurhornsófa, fallegum munum og listaverkum.

Í svefnherbergi er glæsilegt stórt hjónarúm, design stólar, og ítalskur textíll. Baðherbergi er stórt og gott, fullbúið eldhús, stór suðurverönd, einka heitir pottar og óviðjafnalegt útsýni. Húsið stendur yst í Þorpinu og mjög prívat. Í þessum pakka er boðið upp á dvöl í 2 nætur, allt húsið er fallega skreytt og tekið er á móti gestum með glæsilegum veitingum eins og tapasbakka, ostum, ávöxtum og ýmsu öðru góðgæti sem koma gestum á óvart. Báða dagana er gestum sendur morgunverður af hótelinu sé þess óskað.

Verð samtals 99.000 kr (gildir til 30. apríl)
Verður 109.000 kr frá og með 1. maí