Um okkur

Hótel Glymur opnaði í september 2001.

Allt húsið var endurbætt árið 2006 og allar innréttingar í húsinu unnar í samvinnu við innlenda og erlenda hönnuði og listamenn.

Þannig er hvert herbergi einstakt og mikið af húsgögnum eru handsmíðuð. Árið 2007 bættust svo við 2 svítur á jarðhæð hótelsins sem báðar hafa sérsvalir og hornbaðkar. Árið 2010 voru opnuð 6 lúxushús sem eru í suðurhlíðum Glyms og er hvert hús með eigin þema.

Svíturnar eru tengdar Hallgrími Péturssyni presti, sálmaskáldi og hagyrðingi og konu hans Guðríði Símonardóttur. Í svítunum er meðal annars að finna ljóð Hallgríms og ritverk um hann og hans störf, ásamt upplýsingum um Guðríði og hennar lífshlaup. Á glergluggum á bar er einnig að finna nokkur ljóða Hallgríms, en þekkastur er Hallgrímur fyrir Passíusálmana. Hallgrímur gegndi embætti Saurbæjarprests frá árinu 1651 til 1669.

Opnunartímar

Hótel Glymur er opið allt árið og þú ert alltaf velkomin/n.

Skrifstofan okkar eru opin frá 8.00 – 16.00 alla virka daga.

Hægt er að fá upplýsingar og/eða bóka hjá okkur með því að hafa samband við skrifstofuna í síma 430 3100 eða senda póst á netfangið info@hotelglymur.is