Þorpið

Þann 1. maí 2010 opnuðum við Þorpið við Glym sem er staðsett sunnan við hótelið. Sex glæsileg heilsárshús, sérhönnuð í tveimur stærðum og innréttuð á afar vandaðan hátt með áherslu á samræmi í umhverfi, litum og aðbúnaði. Stórfenglegt útsýni er yfir Hvalfjörðinn úr stórum gluggum sem snúa í suður.

Húsin eru mjög vel búin, öll með glæsilegu alrými með leðursófasetti, borðstofuborði, stórum flatskjá, fallegum listaverkum og fullbúnu eldhúsi. Í eldhúsi er stór ísskápur, uppþvottvél, góð eldavél með ofni, örbylgjuofn og borðbúnaður fyrir 4 – 6 aðila.

Svefnherbergin eru stór með lúxus rúmum 190 x 200 cm að stærð, náttborðum og rúmfatakistum, allt sérhannað af RB í Hafnarfirði. Þá eru góðir leðurstólar og borð ásamt góðum flatskjá í hverju herbergi. Gengið er inn í baðherbergin úr svefnherbergjum og þaðan út í heitu pottana.

Öll húsin eru með heitum potti úti á rúmgóðri suðurverönd, útihúsgögnum og öryggiskerfi. Hægt er að kaupa alla þjónustu af hótelinu svo sem morgunverð, kvöldverð, barþjónustu og halda þar stærri veislur.

Húsin í þorpinu: Smelltu á þau hér neðar til að læra meira um hvert og eitt.